Skilafrestur
    Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi og í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er veitt að fullu eða afhending á sambærilegri vöru óski kaupandi eftir því innan 14 daga.

    Gölluð vara
    Ef um gallaða vöru er að ræða er viðskiptavinum boðið nýtt eintak af sömu vöru ef ekki er liðið meira en ár frá kaupum vörunnar. Staðfesting á vörukaupum með dagsetningu verður að skila áður en ný vara er afhent.

    Ábyrgð
    Ábyrgð Themoll.is hefur ekki í för með sér takmarkanir á rétti sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup nr. 48/2003. Ábyrgð vegna galla á vöru er í samræmi við lög um neytendakaup og miðast við dagsetningu kaupa til einstaklinga. Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits eða notkunar á vöru sem eðlilegt þykir.